Íslenskt sjávarsalt

SPA of ICELAND inniheldur hreint sjávar salt sem kemur frá íslenskum sjálfbærum sjávarsalts framleiðanda. Þetta salt er beiskara vegna náttúrulegra steinefna sem eykst á lokastigi framleiðslunnar.   Hafsaltið inniheldur mikið magn af magnesíum, kalsíum, natríum og kalíum. Framleiðandi okkar notar jarðvarmaorku, sem þýðir að allt framleiðslu ferlið skilur ekki eftir sig kolefnisfótspor í umhverfinu né CO2 og CH4 við losun. Saltinu er pakkað í umhverfis vænar umbúðir.

Sjávarsaltið sem er notað í SPA of ICELAND vörurnar er innihladsríkt af magnesíum, kalsíum, natríum og kalíum. Framleiðandi okkar notar engöngu jarðvarmaorku við framleiðsluna, sem þýðir að allt ferlið er hreint og skilur ekki eftir sig kolefnisfótspor í umhverfinu.

SAGAN UM SALTIÐ

 

 Salt lífsins

 

Á veitingastöðum um allan heim sérðu pipar og salt á borðum.


Pipar og salt eru grundvallar krydd í öllum eldhúsum um allan heim og salt hefur verið notað frá upphafi siðmenningar til að varðveita mat.

 

Salt hefur ávallt verið manninum mikilvægt ekki bara til matargerðar og varðveislu matar heldur einnig sem undirstaða í margvíslegum viðskiptum enda salt notað á fjölbreyttan hátt. Salt á uppruna sinn í bergi á landi en leysist upp í vatni og berst þannig til sjávar.  Saltið sem við notum í matinn okkar er þannig það sama og er í sjónum.   En salt er efni sem leynir á sér, það er í raun kristallar sem líkjast þó teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir því hversu hreint saltið er.

 

Saltið tekur auðveldlega lit en undanfarið hefur verið lögð síaukin áhersla á að tryggja hreinleika salts til að bæta þær vörur sem það er notað í.

 

Einfaldleiki saltsins hefur gert það að verkum að fólk hefur tekið því sem sjálfsagðri vöru sem verði auðveldlega sótt í ríki náttúrunnar. Svo er þó ekki og á seinni tímum hefur verið lögð áhersla á að bæta vinnsluaðferðir sem tryggja hreinleika saltsins.  Hreinleiki upprunans stýrir ferlinu sem felur í sér að jarðhiti er notaður á öllum stigum framleiðslunnar, meðal annars til að eima saltið úr sjó. Þannig fæst einstök vara sem er í senn vistvæn og trú sínum uppruna úr náttúru Íslands. Hreinleiki og áhersla á vistvænleika skín í gegnum allt framleiðsluferlið.

 

Hreinleiki kristalsjávarsalts gerir það að ákjósanlegum grunni fyrir aðrar vörur, svo sem baðsalt. Allt frá upphafi siðmenningar hefur maðurinn reynt að útbúa baðsalt sem eflir hreinlæti, heilbrigði og vellíðan. Baðsölt hreinsar, fegrar og lyktbætir. Um leið hefur það jákvæð áhrif á húðina. Í heitu baði skiptir gott baðsalt miklu en það opnar húðina og tryggir þannig að steinefnin (magnesíum og kalsíum) sem finna má í saltinu mýkja og hreinsa húðina. Það er mikilvægt að baðsaltið sé hreint og náttúruvænt og innihaldi réttu bætiefnin. Þannig hefur það ekki aðeins ytri áhrif heldur bæta einnig líðan þeirra sem nota það. Að fara í heitt bað með SPA of ICELAND baðsalti  er gott fyrir bæði líkama og sál.

 

 

Krafturinn er í saltinu !

SPA of ICELAND bað sölt innihalda hreint íslenskt sjávarsalt sem er einstaklega ríkt af steinefnum og magnesium. Söltin draga úr bólgum,mýkja húðina og jafna áferð hennar, Blanda af söltum og náttúrulegum ilmolíum hafa góð áhrif á líkama og sál.